Hér er allskonar um okkur
Við erum Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Við störfum saman og í sitthvoru lagi. Hulda starfar við klíníska meðferð sem sálfræðingur, námskeiðahald, fyrirlestra og kennslu. Þorsteinn starfar aðallega við fyrirlestra og ráðgjöf í jafnréttismálum ásamt því að sjá um hlaðvarpið og samfélagsmiðilinn Karlmennskan. Hulda miðlar sálfræðilegu fræðsluefni á samfélagsmiðlum undir nafninu @Hulda.Tolgyes.
Við eigum saman félagið Mildi og mennska slf. sem heldur utan um allt okkar starf og sá um útgáfu á bókinni okkar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Við erum líka hjón, höfum verið saman í tíu ár og eigum saman þrjú börn og einn hund.
sálfræðingur MSc
Ég starfa sjálfstætt sem sálfræðingur og held utan um Instagram reikning (@hulda.tolgyes) þar sem ég miðla einföldu en hagnýtu fræðsluefni til að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi.
Ég sinni einstaklingsmeðferð, fyrirlestrum og fræðsluerindum fyrir hópa, stofnanir og fyrirtæki.
Menntun:
BSc í sálfræði, MSc diplóma í sálfræði uppeldis og menntunar, MSc í klínískri sálfræði.
Ég starfa með leyfi frá Landlæknisembættinu til að veita klíníska meðferð.
Hulda Tölgyes
-
Í einstaklingsmeðferð vinn ég aðallega með kvíðaraskanir, þunglyndi, áfallastreitu, flókna áfallastreitu, streitu og lágt sjálfsmat. Ég notast við hugræna atferlismeðferð og EMDR meðferð, eftir því sem við á hverju sinni og legg áherslu á sjálfsmildi og samkennd í eigin garð (self-compassion).
Í fyrirlestrum og fræðsluerindum hef ég meðal annars fjallað um:
Að segja nei og setja mörk
Líðan kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð
Þriðju vaktina eða hugræna byrði
Tilfinningar og sjálfsmildi
Foreldrahlutverkið, tengsl og tilfinningar
Kvíða og áhyggjur
Netfang: huldatolgyes@gmail.com
Þorsteinn V. Einarsson
kynjafræðingur og kennari
Ég starfa við fyrirlestra- og námskeiðahald í jafnréttismálum fyrir vinnustaði, foreldrahópa og í grunn- og framhaldsskólum. Samhliða miðla ég fræðsluefni á samfélagsmiðlinum Karlmennskan og held úti samnefndu hlaðvarpi.
Menntun:
B.Ed. í grunnskólakennarafræðum með kennsluréttindi
M.A. í kynjafræði
-
Verkefni á undanförnum árum:
Umsjón með jafnréttisfræðslu fyrir starfsfólk Landspítalans.
Fyrirlestrar í flestum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi.
Fyrirlestrar í mörgum af stærstu fyrirtækjum á Íslandi.
Stundakennsla við LHÍ.
Námskeið fyrir stjórnendur Norðurál.
Námskeið fyrir pör um þriðju vaktina.
Fræðslumyndbönd með UNG-RÚV.
Styrktarverkefni úr Jafnréttissjóði Íslands.
Pistla- og greinaskrif fyrir Stundina.
Fræðsluþættir fyrir Stundina.
Stofnaði samfélagsmiðilinn Karlmennskan.
Upphafsmaður #karlmennskan á Twitter.
Fyrri starfsreynsla:
Deildarstjóri félagsmiðstöðva í Reykjavík.
Stjórnarmaður í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.
Forstöðumaður félagsmiðstöðva í Reykjavík.
Leiðbeinandi í félagsmiðstöð.
Stuðningsfulltrúi í grunnskóla.
Kassastarfsmaður í Krónunni og lagerstarfsmaður í bakaríi.
Önnur reynsla:
Trúnaðarmaður starfsfólks Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Samninganefnd St.Rv.
100 leikir með meistaraflokki í knattspyrnu
7 unglingalandsliðs leikir.