Fyrirlestrar, fræðsla og námskeið
Við bjóðum vinnustöðum, foreldrahópum, skólum, pörum og hópum upp á fyrirlestra, námskeið og fræðsluerindi. Undanfarin ár höfum við heimsótt fjölda vinnustaða og skóla ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Við bjóðum upp á nokkur ólík erindi og námskeið og getum einnig sér sniðið að þörfum hópa.
Á meðal þeirra sem við höfum fengið að heimsækja og fræða eru RÚV, Arion banki, Origo, Marel, Kolibri, KPMG, Mannvit, Coca Cola, Valitor, Seðlabankinn, VÍS, Embætti ríkislögreglustjóra, Alcoa, Landsbankinn, Landspítalinn, Orkuveita Reykjavíkur, Norðurál, Ölgerðin, Landsnet, sveitastjórnar- og utanríkisráðuneytin, stjórnsýsla Kópavogsbæjar, jafnréttisnefnd BSRB, trúnaðarráð Sameykis, BHM, VR og all margir grunn- og framhaldsskólar og félagsmiðstöðvar um allt land.