Næsta námskeið er 3. maí
Áföll kynslóða og keðjubrjótar
Námskeið með Huldu Tölgyes sálfræðingi þar sem farið verður yfir áhrif áfalla á kynslóðir og hvernig þau birtast okkur í hversdagsleikanum. Rætt verður um triggera, bjargráð og hvað það felur í sér að brjóta áralangar keðjur áfalla og samtímis hlúa að sér og tengslum við sína nánustu.
Hvar? Rafrænt.
Hvenær? 3. maí kl. 11:00 - 13:00
Verð? Þú velur það sem hentar þér.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 18
Veldu upphæð sem þú vilt greiða. Greiðsla jafngildir skráningu.
Umsagnir þátttakenda
„Námskeiðið var mjög fræðandi og vel skipulagt. Hulda er bæði mjög fagleg og með hlýja nærveru.“
„Það sem ég tek einnig úr fræðslunni er mikilvægi þess að sýna sér sjálfsmildi og skilning þegar verið er að vinna úr tengslaáföllum.“
„Ég bjóst við góðu en þetta var enn betra en ég bjóst við. Mjög fróðlegt efni, Hulda alveg frábær og kom efninu mjög vel til skila!“
„Námskeið sem vekur mann til umhugsunar en gefur líka ákveðna von um að það sé hægt að vinna úr því sem maður hefur í bakpokanum, hvort sem það er komið frá manni sjálfum eða forfeðrum okkar. “
Skráning á biðlista?
Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista í meðferð til Huldu Tölgyes sálfræðings. Aðeins er pláss fyrir nokkra einstaklinga á biðlista en biðtíminn getur verið 8-12 mánuðir.
biðlistinn er því miður fullur
Um Huldu
Ég starfa sjálfstætt sem sálfræðingur og held utan um Instagram reikning (@hulda.tolgyes) þar sem ég miðla einföldu en hagnýtu fræðsluefni til að stuðla að sjálfsmildi í kröfuhörðum heimi.
Ég sinni einstaklingsmeðferð, fyrirlestrum og fræðsluerindum fyrir hópa, stofnanir og fyrirtæki.
Menntun:
BSc í sálfræði, MSc diplóma í sálfræði uppeldis og menntunar, MSc í klínískri sálfræði.
Ég starfa með leyfi frá Landlæknisembættinu til að veita klíníska meðferð.